Hreinsa þarf til á fleiri stöðum!
20.5.2009 | 00:21
Það er greinilegt að hreinsa þarf til á fleiri stöðum en á Alþingi og seðlabanka Íslendinga. Ekki veitir af að smúla út spillinguna og sóðaskapinn hjá bæjarstjórn Kópavogs. Það eru greinilega reitur ennþá eftir af spilltum einstaklingum í stjórnkerfi borga og bæja, sem svífast einskis til þess að skara eld að sinni köku. Skirrast svo ekki við að koma keikir í fjölmiðla og tala um skítakast á sig og sína. Siðblindan er alger og tími fyrir þessa menn að taka pokann sinn. Ef þeir gera það ekki með góðu, þarf að svæla þá út eins og púka af fjósbita.
Nú er lag!
Ræddu hugsanleg meirihlutaslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2009 kl. 17:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.