Fella ber niður brenglaða mælingu á vísitölu!
19.5.2009 | 11:59
Löngu er orðið tímabært að fella niður hverskonar vísitölutengingar sem lagðar eru til grundvallar hækkunum á fjármagni, til handa lánadrottnum. Rangar mælingar á neysluvenjum landsmanna, þar sem gert er ráð fyrir að meðaljóninn borði og drekki þetta eða hitt og fari til útlanda í það minnsta einu sinni á ári. Þetta er lagt til grundvallar verðbólgumælingum sem aftur hækka húsnæðislán og önnur lán landsmanna, til viðbótar þessu bætast svo hæstu vextir í hinum vestræna heimi. Þessi háttur er hafður á, eingögnu til þess að tryggja að lánadrottinn fái örugglega sitt og vel það.
Íslenskt þjóðfélag hefur verið bundið í klafa vaxtaokurs allt of lengi og nú er mál að linni. Það er siðferðileg skilda ráðamanna að létta þessu vaxtaokri af þjóðinni. Vaxtaokur sem eingögnu hefur verið til þess að gera feita fjármagnseigendur ennþá feitari á kostnað almennings og fyrirtækja í landinu.
Nú er lag!
![]() |
Árshækkun vísitölu neysluverðs 11,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.