Kennitöluflakk!!

Gjaldþrot fyrirtækja þíðir ekki endilega að viðkomandi aðilar hætti starfsemi. Því miður virðist það vera viðurkennt í þjóðfélaginu og af yfirvöldum, að aðilar sem setja eitt fyrirtæki í gjaldþrot, geti haldið áfram starfsemi við sömu verk og með sama starfskraft undir nýrri kennitölu. Þannig losna menn (jú það eru nú menn sem standa á bak við hvert fyrirtæki) við að borga byrgjum, verktökum og öðrum kröfuhöfum það sem þeim ber. Siðlaust en löglegt.

Byggingar og verktakabransinn er mjög slæmur að þessu leiti og er ekki hægt að treysta jafnvel aðilum sem lengi hafa verið í þessu bransa og kannski einna síst. Varast ber þó að setja alla undir sama hatt þar sem heiðarlegir menn eru innanum í þessum frumskógi. Siðleysið virðist ekki ætla að lagast eftir hrunið, síður en svo. Nú færa menn til eignir og breyta nöfnum á rótgrónum fyrirtækjum til þess að setja á hausinn og fá hreinar kennitölur og halda áfram rekstri eins og ekkert hafi í skorist. Þetta hefur aldrei verið verrra en núna eins og tölur gefa til kynna. Siðlaust en löglegt. 

Breyta þarf lagaumhverfi þannig, að menn sem setja eitt fyrirtæki á hausinn geti ekki hafið rekstur eða verið í stjórnum fyrirtækja í einhver ár á eftir. Herða þarf eftirlit og reglur þannig að eignum verði ekki skotið undan. Kalla þarf stjórnvöld til ábyrgðar um að breyta lögum og innleiða betra viðskiptasiðferði í þjóðfélaginu, ekki veitir af.


mbl.is 95 fyrirtæki í þrot í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband