Ótrúlegar hækkanir!
29.5.2009 | 17:45
Það er með ólíkindum að hækkaðir skulu neysluskattar þegar þeir fara beint út í verðlagið og hækka þannig vísitölu neysluverðs, sem aftur skilar sér í hækkunum á húsnæðislánum og öðrum vísitölutryggðum lánum. Það væri kannski í lagi að beita þessum úrræðum ef afnumin hefði verið vísitölutrygging lána en því þora stjórnmálamenn ekki. Keyra þarf niður okurvexti í þjóðfélaginu en ekki fara í aðgerðir sem hækka þá.
Ég spyr; er þetta hjálpin við heimilin í landinu?
Nær hefði verið að hækka beina tekjuskatta og draga úr styrkjum og óþarfa eyðslu á vegum hins opinbera. Minnka umsýslu ráðuneyta, ferðakostnað og styrki. Einnig mætti leggja niður rekstur dýrra sendiráða um allan heim. Draga þannig úr eyðslu í opinberum rekstri og veita þeim peningum sem þannig fást í atvinnuuppbyggingu.
Ég hvet fólk til þess að láta í sér heyra og láta ekki bjóða sér þessa vitleysu.
Bensínið aldrei dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.