Færsluflokkur: Kjaramál
Vilhjálmur Egilsson og útgerðarkónar hans verða að gera sér grein fyrir því að þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur að auðlindir hennar (þjóðin á jú auðlindir hafsins) séu misnotaðar af fáum útvöldum.
Ef Vilhjálmur er svo einfaldur að trúa þeirri þvælu sem útgerðarmenn bera á borð fyrir hann og þjóðina, þá er honum ekki við bjargandi. Það er enginn að tala um að taka af þeim veiðiheimildir, eingöngu að leiga fyrir þessar veiðiheimildir renni í ríkissjóð en ekki til fárra útgerðarmanna, sem jafnvel liggja á sólarströnd og fá leiguna af kvótanum lagða reglulega inná erlenda reikninga til eigin nota. Á meðan stritar þorri útgerðarmanna við að láta enda ná saman, til þess að borga þessa okurleigu til þeirra sem fengu kvótann gefins á silfurfati í tíð Halldórs Ásgrímssonar.
Þessu verður að ljúka og treysti ég og flestir íslendingar, henni Jóhönnu til þess að láta þessa kóna ekki vaða yfir sig og ríkisstjórnina á skítugum skónum.
Áfram ísland!!
Vilja að skötuselslög verði afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)