Hrós til Ómars Stefánssonar!
21.6.2009 | 18:24
Ómar Stefánsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi á hrós skilið fyrir að tala opinberlega og á heiðarlegan hátt um þá vitleysu sem átt hefur sér stað í stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogs. Enn og aftur kemur fram hversu spillt vinnubrögð Gunnar I. Birgisson viðhefur, hvort sem um er að ræða störf í nefndum og ráðum eða fyrir hönd Kópavogsbæ sem Bæjarstjóri og fulltrúi síns flokks. FME gerir alveg rétt í að kæra þessa framkvæmd.
Hreinsa þarf til á opinberum vettvangi og losna við spillta stjórnendur úr nefndum og ráðum.
![]() |
Verið að leyna FME staðreyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru sjálfstæðismenn alveg blindir?
15.6.2009 | 12:38
Sjálfstæðismenn eru varla svo blindir að sjá ekki að viðskipti Gunnars við fyrirtæki dóttur sinnar, geti varla talist eðlileg. Gunnar hefur misnotað aðstöðu sína og ber ábyrgð á öllu þessu máli í heild sinni, sem persóna og sem bæjarstjóri. Þeir sjálfstæðismenn sem eru að hvetja Gunnar til þess að sitja áfram, eru að skemma fyrir flokknum og þar með flokksbræðrum sínum.
Kveðjum Gunnar.
![]() |
Vilja ekki að Gunnar hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |